Forsíða
  Aðalfundur FÍL 1. des nk.

  AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA LEIKARA

  Verður haldinn í IÐNÓ – Gula sal mánudaginn 1. desember kl. 20.00

  Dagskrá:

  Venjuleg aðalfundarstörf skv. 36. grein laga FÍL

  Lesa meira...
  LOKAL
  Lokal.jpg
  NÁLÆGÐ – Lókal 2014
   
  Lókal – alþjóðleg leiklistarhátíð verður haldin í 7. sinn dagana 27. -31. ágúst n.k. Í þetta sinn einbeitir hátíðin sér að samskiptum innanbúðarmanna- og kvenna í íslensku samfélagi; afmörkuðum áhyggjum þeirra af ástinni, fjölskyldu, innilokunarkennd, túrisma og leigumarkaði. Sjónum okkar verður beint að því sem gengur á í okkar ástkæra, agnarsmáa ríki og reynt að draga upp lifandi mynd af þessu samfélagi sem við fáum framan í okkur á hverjum degi, eins og blauta tusku. 
  Lesa meira...
  Sumarfrí á skrifstofu!
  sumarfri_2014
  Nú erum við farnar í frí og munum skipta á milli okkar bakvöktum eins og hér segir;  
  Frá 9. Júlí – 31. Júlí hafið samband við Hrafnhildi sími 8637260 eða hrafnhildur@fil.is   
  Frá 1. Ágúst – 19. Ágúst hafið samband við Birnu sími 6993201 eða birna@fil.is    
  Vinsamlegast athugið að við tökum vinnusímtöl virka daga frá kl. 10.00 – 12.00 nema ef eitthvað sérstakt kemur upp.   
  Tölvupósti verður svarað við fyrstu hentugleika.
  Lesa meira...
  Skrifstofa lokuð vikuna 2. - 6. júní
  Lokad

  Vegna fundar hjá Norræna leikararáðinu verður skrifstofa FÍL lokuð vikuna 02. júní - 06. júní

  Opnum aftur þriðjudaginn 10. júní kl. 09.00 (mánudagur 9. júní er annar í hvítasunnu)

  Lesa meira...
  Yfirlýsing frá FÍL
  FIL_logo.null

  Yfirlýsing frá Félagi íslenskra leikara vegna uppsagna í Borgarleikhúsi

  Þriðjudaginn, 1. apríl 2014 bárust stjórn FÍL fregnir af því að tveimur af reyndustu leikurum Borgarleikhússins, þeim Hönnu Maríu Karlsdóttur og Theodóri Júlíussyni, hefði verið sagt upp störfum eftir margra áratuga starf í þágu Leikfélags Reykjavíkur.   

  Lesa meira...
  Félagsfundur í dag!
  FIL_logo.null
  Stjórn Félags íslenskra leikara boðar hér með félagsmenn FÍL til fundar í félagsheimili leikara að Lindargötu 6 í dag, mánudaginn 7. april frá kl. 16.30 - 17.30
  Tilefni fundarins eru uppsagnir eldri leikara í Borgarleikhúsinu.   Stjórn FÍL sendi í síðustu viku ályktun til stjórnenda og stjórnar LR þar sem uppsagnirnar eru harmaðar en við skynjum að það er þung undiralda í félaginu vegna málsins og viljum við boða til fundarins til að upplýsa félagsmenn um framvindu mála undanfarna viku og gefa fólki tækifæri til að tjá sig og sýna samstöðu í verki.
  Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta þó fyrirvarinn sé stuttur.
   
  Birna Hafstein formaður FÍL
   
  Lesa meira...